Formáli.

Sá sem með athygli yfirvegar móðurmál vort, Íslenzkuna, og þá mörgu talshætti og. orðatiltæki, sem í henni fyrirkoma, og menn brúka í dagligu tali við ýmislig tækifæri, mun verða þess var, að hún inniheldr mikinn fjölda af meiníngarfullum málsháttum, orðskviðum, spakmælum, snilliyrðum , forsjálnis og varúðar reglum, sem í mörgum tilfellum þèna mönnum fyrír almennar lífsreglur til að breyta eptir. Vitrir menn hafa og viðkannazt , að þvílíkir málshættir og snilliyrði eru svo sem mergr og kjarni vors móðurmáls, og máske fáar Norðurlanda túngur sèu eptir tiltölu auðgri af alþýðligri heimspeki (philosophia populari), heldr enn vor. Margir hafa og safnað þeim algengustu af þessum málsháttum, og flækjast þvílík málsháttakver híngað og þángað, sum í nokkri stafrofsröð , sum í lítilli eðr engri.

Og þar mèr fyrir skömmu bárust i hendr tvö eða þrjú slík málsháttasöfn , mjög óorðuliga niðrskipuð og smáaukin, tók eg mèr fyrir hendr, að setja í regluliga stafrofsröð þá málshætti, er þau innihèldu, og bætti þar við þeim, er mèr þá í bráð fèl1u í hug, en þar voru undanfeldir, samt þeim er finnast í Orðskviðaklasa, Hrakfallabálk, Stöfunarkveri prófasts Síra Gunnars sál. Pálssonar o. s. fr., svo eg uppá þann máta var búinn að safna hèrum 2400 af þeim algengustu. F èkk eg þá að vita, að- sá mikli fornfræðasafnari stúdíósus og kaupmaðr Herra B. Benidiktsson i Stykkishólmi ætti einhvörjar þær fullkomnustu málsháttabækr, og þareð velnefndr kaupniaðr sýndi mèr þá velvild að ljá mer þa u söfn, er hann átti, vildi eg ei láta svo gott tækifæri 6notað, til að auka og útvíðka það litla uppkast, er eg áðr gjört hafði.

Þau söfn, er hann lèði mèr, voru þessi eptirfylgjandi :
1. Adagiologicon islandicum, ordine alphabetico, Síra Eyólfs á Vö11um, autographum, eðr málshátta - uppkast Síra Eyjólfs á Völlum í stafrofsröð , með hans eigin hendi. Þetta uppkast er af hönum smáaukið og útvíðkað, og þeir málshættir skrifaðir hjá, er hönum smámsaman hafa dottið í hug. Þetta safn hefir undir höndum haft, og mörgum málsháttum úr íslenzkum sögum aukið, prestrinn Síra Benedikt Pálsson á Stað á Reykjanesi, og hvervetna vitnað inní sögurnar við þá málshætti , sem hann hefir viðbætt. Einnin hefir þetta safn verið undir höndum hans hálærða bróðurs prófasts Síra Gunnars Pálssonar í Hjarðarholti , er gjört hefir þar við smávegis athugasemdir nokkuð frameptir.
2. Málsháttasafn með hendi Halldórs Hjálmarssonar, konrektors Hólaskóla, hvar skrifað er á saurblaðið að framanverðu:
"Adagiographia arctoa, eptir eigin hendi sál Mag. Hálfdáns Einarssonar; mun hann hafa skrifað í Kanpmannahöfn, því eg sè, að Jón gamli frá Grunnavík hefir hè r og hvar viðkomið, konfererað og kompletterað með 6 öðrum málsháttabókum." En aptanvið þetta safn hefir konrektor Halldór skrifað þessa athugasemd: “Í framanskrifuðum málsháttum hefi eg fylgt sál. Mag. Hálfdáns skrifi, og allsjaldan umbreytt, þó mèr hafi sýnzt sumt öðruvísi rèttara, en opt hefi eg sett það, eg hugði vera ætti, annaðhvort fyrir utan, ofan eða hjá í parentesi, hvað og opt var í sjálfri bókinni gjört, er eg eptirskrifaði. Ei heldr bætti eg málsháttum inn, þó einhvörs saknaði, en stafasetníngin er ýmist mín eða rektors sál.; helt eg helzt við hans í vöndum og óskiljanligum orðum, var ei allt gott aflestrar, því blekið var mjög dauft orðið, en í flýti mun hafa skrifað verið. Eg lèt eyðu vera aptanvið hvörn staf, svo þar gæti innsett nokkra málshætti, ef vildi, og þar mèr barst í hönd málsháttadrusla, eigi svo illa skrifuð, sem hún var herfiliga raung, bætti eg aptanvið stafina úr henni því, sem mig minnti ei væri áðr komið, og það jafnvel þó sumt sýndist vitlaust, setti svo aptanvið þá málshætti þetta teikn *, en sú drusla náði eigi lengra enn aptr á H.
"Síra Eyjólfs málshætti, autogr., hefi eg sèð, voru þeir rèttskrifaðir, sem von var, af hönum, og vel niðrsettir eptir stafrofinu ; en þar þessa vantaði víða þetta hvorttveggja , er það nóg bevísíng til þess, að rektor sál. hefir ei skrifað eptir hans autogr. Það var og þessvegna, að eg nennti ei meira við þá að hafa, enn rispa þá í flughasti uppá samtíníngspappir, því eg vildi þó heldr ega þá, enn án þeirra vera.”.
Þetta safn inniheldr nokkuð fleiri málshættienn Síra Eyólfs, en vantaði að setja þá í regluliga röð.
3. Sú þriðja málsháttabók , er eg að láni fèkk hjá Hra. B. Benidiktssyni, var í folió, á 268 blaðsíðum, með mikið þèttri og nokkuð bundinni fljótaskrift, með þessum titli:
“Nokkuð safn orðskviða og málsgreina, sem heil mál eða meiningar hafa, um nytsamliga hluti lifnaðarreglur og siðalærdóma, snilliliga til orða tekið, úr ýmsum bókum svosem eru fyrst heilög ritning, þarnæst norrænar og íslenzkar sögur og rit fornaldarmanna , í þriðja máta önnur skrif, sem á íslenzka eðr danska tungu gjörð eru eðr útlögð; ítem er margt af eigin eptirtekt og reynslu diktað, og viðbætir orðskviða í ljóðum aptanvið.
Þessi bók er gjörð og samantekin á Svefn-eyum, á Breiðafirði síðan árið 1720, til þess nú er komið árið 1761, af Ólafi Gunnlaugssyni; en nú að nýu uppskrifuð eptir hans fullkomnasta eiginhandar-exemplari árið 1761.”
Þetta safn inniheldr ekki einúngis málshætti, heldr og mikinn fjölda af allslags sannmælum, siðalærdómsreglum, snilliyrðum og málsgreinum, sem vitnar um höfundsins ástundun og yðjusemi, að henda þær meiningar úr ymsum bókum, er hönum hafa markverðastar þókt. Margt hvað er og af hönum sjálfum diktað, eins og titll bókarinnar sýnir, í málshátta eðr spakmælaformi. Er þetta safn hið fyrsta Spicilegium sententiarum í íslenzku, það eg tilveit. Þessi bók inniheldr marga málshætti, sem hvörug hinna hefir, og þarfyrirutan mikinn fjölda almennra sannmæla, af hvörjum eg hefi hèr innsett þau, er mèr sýndust merkiligust, og hefir því safn þetta vaxið lángt framyfir það, sem eg í fyrstu tilætlaði. Játa eg að fyrir þessa skuld inniheldr bók þessi margar málsgreinir, sem ekki eru eiginliga gamlir eða algengir málshættir; en bæði er það torveldt að fastsetja viss landamerki á milli svokallaðra orðskviða og almennra sannmæla, helzt þegar þau eru klædd í málsháttaform, og líka sýnast mörg af þeim að verðskulda að inntakast meðal málshátta, þar þau innihalda þarfliga lærdóma, forsjálnis og varúðarreglur. Nokkrum af þessum málsgreinum hefir fækkað Hra. Amtmaðr B. Thorsteinson, sem hefir auðsýnt mèr þá velvild að gegnumgánga þetta safn, og bæta þarí nokkrum málsháttum úr orðskvjðasafni fyrrum Hólastóls Ökónóms Jóns Arnasonar, er hann undir höndum hefir, og Hra. Assessor B. Gröndal á, samt skrifa þann danska formála.
Hvað minn framgángsmáta, að setja þessa málshætti í stafrofsröð, áhrærir; þá hefi eg víða orðið að raska nokkuð þeirri röð, er bæði Síra Eyjólfr og einkum Ólafr Gunnlaugsson hafa brúkað. Síra Eyjólfr hefir t.d. ö strax eptir o, er mèr sýndist viðkunnanligra að hafa seinast, og annað soddan smávegis. Ólafr sál. Gunnlaugsson hefir fylgt þeim máta, að láta allar þær málsgreinir og orðshætti, sem byrja á, eðr hafa í sèr tvöfaldan hljóðstaf, gánga á undan, og raðað þeim í regluligt registr, áðr enn hann byrjar á þeim einföldu hljóðstöfum; svöleiðis heldr hann áfram með allar þær málsgreinir, sem byrjast með á, allt til enda, svo eptir hans máta verðr málshátrinn: “á öllu verðr endir og stans, utan miskun græðarans,” á undan öllum þeim talsháttum, sem byrjast á að. Jafnvel þó þessi regla eptir strángri nákvæmni sè rètt, hefir hún samt þann óhentugleika, að eptir henni verða tvær stafrofsraðir í sama stafnum; hefi eg því skipað þessu öðruvísi, og ekki skipt mèr af, hvört málsháttrinn byrjar á einföldum eða tvöföldum hljóðstaf, og sama sè eg að Síra Eyjólfr hefir gjört. Þarhjá hefir Olafr sál. brúkað þann máta, hægðar vegna, að láta þær greinir fylgjast að eptir stafrofsröð, sem byrjast á sama orði, t.d. þá, en hefir ei þær, sem byrjast á þángað, fyrr enn seinna, og svo í mörgu öðru. Þessu hefi eg nokkuð umbreytt, og sett það eptir þeirri niðrskipun, er lesaranum kemr hèr fyrir sjónir. Orðamun, sem eg fundið hefi á málsháttunum, hefi eg sett í parentesi aptanvið.
Jafnvel þó eg hafi fyrir mèr haft þau fullkomnustu málsháttasöfn, sem eg veit til vera í landi voru, dylst eg þó eigi við, að einir og aðrir málshættir kunni hèr samt að vera ótaldir, þar það er vart mögu1igt fyrir einn eða fáa menn, að safna öllum þeim málshátta-fjölda, sem mál vort er svo auðugt af. Ekki tek eg uppá mig að forsvara sannleika allra þeirra málsgreina, er hèr fyrirkoma; sumar eru problematiskar, og þola máske nokkra undantekníng og innskorðun, en hefi samt tekið þær með, skynsömum mönnum, er safn þetta kann fyrir sjónir að koma, til eptirþánka og umdæmis.
Hvað minni stafsetníngu viðvíkr, þá hefi eg fylgt þeirri, sem nú á, vorum dögum almennast viðgengst, er þó hefir ollað nokkurri torveldni í niðrröðuninni. Einnin hefi eg aðgætt mismun á i og y, eptir sem eg hafði vit á, sem mjög var samanslengt í þeim fyrri uppköstum, að fráteknu Síra Eyjólfs. Sýnist nokkrum, að sum orð hefðu átt öðruvísi að bókstafast, læt eg hvörn ráða sinni meiníngu. Eg hefi annars fylgt þeirri reglu, að skrifa þau orð með y, sem eiga skyldt við, eða koma af þeim orðum, er skrifast með o og u, líka og nokkur orð, er í dönsku skrifast með y.
Yrði nokkrum af samtíníngi þessum meinlaus og uppbyggilig dægrastyttíng, tel eg mèr það ómak launað, er eg haft hefi fyrir hans samansafni og niðrröðun. Að minnsta kosti vænti eg þess af greindum og góðfúsum lesara, að hann víti mig ei, þó eg hafi fyrir mig tekið að safna þessum málsgreinum og spakmælum í regluligt registr, þar mörg af þeim mega álítast sem prýði vors móðurmáls, og þjóðar vorrar lifnaðar-vísdómr í mörgum tilfellum; einkum þar eg í þessu fyrirtæki hefi svo lærða og æruverða forgaungumenn, sem rektor sál. Hálfdán, Síra Eyjólf á Völlum, og þann mikla námsmann og fróðleikselskara Ólaf sál. Gunnlaugsson, auk margra, er því að eins munu hafa samanskrifað sína málsháttabækr, að þeim hafa þókt okkar íslenzku orðskviðir þess verðir, að þeim væri viðhaldið.
Að vísu væri þess óskandi að málsháttum þessum yrði niðrraðað eptir þeirra efni og
innihaldi, líkt og Prófessor Nýerup hefir gjört við þá dönsku í P. Syvs málsháttasafni, svo hægra væri að finna þá, sem uppá hvört efni hlýða. En bæði er það torveldt að setja þá undir vissar höfuðdeildir, þar sami málsháttur kann að heimfærast til fleiri flokka, og líka leyfðu mínar kríngumstæður mèr ei tíma nè tækifæri til þess. Þóknist nokkrum síðar að taka sèr slíkt fyrir hendr, gefr þetta safn töluverðan stofn til þess.
Og þar vort lofsverða Bókmentafèlag álítr safn þetta þess vert, að það komi almenníngi í hendr, svo yfirlæzt það hèrmeð felaginu til þóknanligrar brúkunar og meðferðar.
Staðastað, þann 10. júlíí, 1823.
Guðmundr Jónsson.

Back to Bibliographies, Introduction and Concordance.